Umfjöllun: Keflvíkingar unnu baráttuna um stoltið Elvar Geir Magnússon skrifar 16. september 2009 16:30 Úr leik Keflavíkur og Grindavíkur á síðustu leiktíð. Mynd/Anton Magnús Sverrir Þorsteinsson skoraði eina markið í grannaslag Keflavíkur og Grindavíkur í kvöld. Hjá öðrum en Keflvíkingum fellur þessi leikur fljótt í gleymskunnar gjá. Hvorugt liðið hafði að nokkru að keppa fyrir leik nema upp á stoltið. Stolt er þó orð sem á kannski ekki við þegar litið er á tímabil þessara liða í heild. Grindvíkingar hafa barist við botninn í allt sumar og skiptu um þjálfara snemma tímabils. Keflvíkingar hafa leikið langt undir væntingum miðað við sterkan mannskap og tímabilið þeirra klár vonbrigði. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað. Vissulega verður að horfa til þess að völlurinn var þungur og blautur en fótboltinn sem boðið var upp á engin gæðavara. Keflvíkingar mega þó eiga það að þeir reyndu oft á tíðum að spila á milli sín en gestirnir lágu aftarlega og notuðust við langar sendingar fram völlinn. Haukur Ingi Guðnason komst næst því að skora í fyrri hálfleiknum þegar hann skallaði í slá. Grindvíkingar voru mun frískari í seinni hálfleik en þeim fyrri, færðu sig úr skotgröfunum og það hækkaði skemmtanagildi leiksins talsvert. Heimamenn í Keflavík skoruðu eina mark leiksins á 61. mínútu eftir ansi laglega sókn. Magnús Sverrir rak smiðshöggið á hana og fagnaði vel. Jóhannes Valgeirsson, góður dómari leiksins, verður einnig að fá hrós en hann beitti hagnaðarreglunni vel í aðdraganda marksins. Grindvíkingar fengu nokkur góð færi til að jafna metin en fundu ekki leið framhjá góðum markverði Keflavíkur og heimamenn hrósuðu sigri. Það gefur þeim ákveðinn „mont-rétt" fram á næsta tímabil en fyrri viðureign liðanna í sumar endaði með jafntefli. Langþráður sigur Keflvíkinga sem höfðu ekki unnið sjö leiki í röð þegar kom að þessum. Keflavík - Grindavík 1-01-0 Magnús Sverrir Þorsteinsson (61.) Áhorfendur: Um 500. Dómari: Jóhannes Valgeirsson 7 Skot (á mark): 11-8 (5-5) Varin skot: Jörgensen 5 - Óskar 3 Horn: 5-7 Aukaspyrnur fengnar: 16-17 Rangstöður: 2-7 Keflavík (4-5-1)Lasse Jörgensen 8 Guðjón Árni Antoníusson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 6 Brynjar Örn Guðmundsson 7 Magnús Sverrir Þorsteinsson 7 (90. Hörður Sveinsson -) Einar Orri Einarsson 5 Haraldur Freyr Guðmundsson 5 (75. Jón Gunnar Eysteinsson -)Jóhann Birnir Guðmundsson 8* - Maður leiksins Hólmar Örn Rúnarsson 7 Haukur Ingi Guðnason 7 (88. Guðmundur Steinarsson -) Grindavík (4-4-2) Óskar Pétursson 6 Óli Baldur Bjarnason 4 Zoran Stamenic 5 Óli Stefán Flóventsson 6 Ray Anthony Jónsson 7 Tor Erik Moen 5 Orri Freyr Hjaltalín 6 Jóhann Helgason 5 Páll Guðmundsson 3 (54. Emil Daði Símonarson 5) Sveinbjörn Jónasson 6 (75. Þórarinn Brynjar Kristjánsson -) Gilles Ondo 6 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Orri: Gengið erfiðlega að vinna okkur upp úr svínaflensunni „Þetta var frekar súrt í kvöld," sagði Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindvíkinga, eftir tap liðsins fyrir Keflavík í kvöld. 16. september 2009 19:35 Jóhann B.: Hefur þýðingu fyrir fólkið í bæjarfélaginu Jóhann Birnir Guðmundsson átti flottan leik fyrir Keflavík í kvöld þegar liðið vann 1-0 sigur á grönnum sínum í Grindavík. Bæði lið höfðu ekki að miklu að keppa fyrir þennan leik nema þá stoltinu. 16. september 2009 19:39 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
Magnús Sverrir Þorsteinsson skoraði eina markið í grannaslag Keflavíkur og Grindavíkur í kvöld. Hjá öðrum en Keflvíkingum fellur þessi leikur fljótt í gleymskunnar gjá. Hvorugt liðið hafði að nokkru að keppa fyrir leik nema upp á stoltið. Stolt er þó orð sem á kannski ekki við þegar litið er á tímabil þessara liða í heild. Grindvíkingar hafa barist við botninn í allt sumar og skiptu um þjálfara snemma tímabils. Keflvíkingar hafa leikið langt undir væntingum miðað við sterkan mannskap og tímabilið þeirra klár vonbrigði. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað. Vissulega verður að horfa til þess að völlurinn var þungur og blautur en fótboltinn sem boðið var upp á engin gæðavara. Keflvíkingar mega þó eiga það að þeir reyndu oft á tíðum að spila á milli sín en gestirnir lágu aftarlega og notuðust við langar sendingar fram völlinn. Haukur Ingi Guðnason komst næst því að skora í fyrri hálfleiknum þegar hann skallaði í slá. Grindvíkingar voru mun frískari í seinni hálfleik en þeim fyrri, færðu sig úr skotgröfunum og það hækkaði skemmtanagildi leiksins talsvert. Heimamenn í Keflavík skoruðu eina mark leiksins á 61. mínútu eftir ansi laglega sókn. Magnús Sverrir rak smiðshöggið á hana og fagnaði vel. Jóhannes Valgeirsson, góður dómari leiksins, verður einnig að fá hrós en hann beitti hagnaðarreglunni vel í aðdraganda marksins. Grindvíkingar fengu nokkur góð færi til að jafna metin en fundu ekki leið framhjá góðum markverði Keflavíkur og heimamenn hrósuðu sigri. Það gefur þeim ákveðinn „mont-rétt" fram á næsta tímabil en fyrri viðureign liðanna í sumar endaði með jafntefli. Langþráður sigur Keflvíkinga sem höfðu ekki unnið sjö leiki í röð þegar kom að þessum. Keflavík - Grindavík 1-01-0 Magnús Sverrir Þorsteinsson (61.) Áhorfendur: Um 500. Dómari: Jóhannes Valgeirsson 7 Skot (á mark): 11-8 (5-5) Varin skot: Jörgensen 5 - Óskar 3 Horn: 5-7 Aukaspyrnur fengnar: 16-17 Rangstöður: 2-7 Keflavík (4-5-1)Lasse Jörgensen 8 Guðjón Árni Antoníusson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 6 Brynjar Örn Guðmundsson 7 Magnús Sverrir Þorsteinsson 7 (90. Hörður Sveinsson -) Einar Orri Einarsson 5 Haraldur Freyr Guðmundsson 5 (75. Jón Gunnar Eysteinsson -)Jóhann Birnir Guðmundsson 8* - Maður leiksins Hólmar Örn Rúnarsson 7 Haukur Ingi Guðnason 7 (88. Guðmundur Steinarsson -) Grindavík (4-4-2) Óskar Pétursson 6 Óli Baldur Bjarnason 4 Zoran Stamenic 5 Óli Stefán Flóventsson 6 Ray Anthony Jónsson 7 Tor Erik Moen 5 Orri Freyr Hjaltalín 6 Jóhann Helgason 5 Páll Guðmundsson 3 (54. Emil Daði Símonarson 5) Sveinbjörn Jónasson 6 (75. Þórarinn Brynjar Kristjánsson -) Gilles Ondo 6
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Orri: Gengið erfiðlega að vinna okkur upp úr svínaflensunni „Þetta var frekar súrt í kvöld," sagði Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindvíkinga, eftir tap liðsins fyrir Keflavík í kvöld. 16. september 2009 19:35 Jóhann B.: Hefur þýðingu fyrir fólkið í bæjarfélaginu Jóhann Birnir Guðmundsson átti flottan leik fyrir Keflavík í kvöld þegar liðið vann 1-0 sigur á grönnum sínum í Grindavík. Bæði lið höfðu ekki að miklu að keppa fyrir þennan leik nema þá stoltinu. 16. september 2009 19:39 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
Orri: Gengið erfiðlega að vinna okkur upp úr svínaflensunni „Þetta var frekar súrt í kvöld," sagði Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindvíkinga, eftir tap liðsins fyrir Keflavík í kvöld. 16. september 2009 19:35
Jóhann B.: Hefur þýðingu fyrir fólkið í bæjarfélaginu Jóhann Birnir Guðmundsson átti flottan leik fyrir Keflavík í kvöld þegar liðið vann 1-0 sigur á grönnum sínum í Grindavík. Bæði lið höfðu ekki að miklu að keppa fyrir þennan leik nema þá stoltinu. 16. september 2009 19:39