Íslenski boltinn

Umfjöllun: Keflvíkingar unnu baráttuna um stoltið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr leik Keflavíkur og Grindavíkur á síðustu leiktíð.
Úr leik Keflavíkur og Grindavíkur á síðustu leiktíð. Mynd/Anton

Magnús Sverrir Þorsteinsson skoraði eina markið í grannaslag Keflavíkur og Grindavíkur í kvöld. Hjá öðrum en Keflvíkingum fellur þessi leikur fljótt í gleymskunnar gjá.

Hvorugt liðið hafði að nokkru að keppa fyrir leik nema upp á stoltið. Stolt er þó orð sem á kannski ekki við þegar litið er á tímabil þessara liða í heild. Grindvíkingar hafa barist við botninn í allt sumar og skiptu um þjálfara snemma tímabils. Keflvíkingar hafa leikið langt undir væntingum miðað við sterkan mannskap og tímabilið þeirra klár vonbrigði.

Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað. Vissulega verður að horfa til þess að völlurinn var þungur og blautur en fótboltinn sem boðið var upp á engin gæðavara. Keflvíkingar mega þó eiga það að þeir reyndu oft á tíðum að spila á milli sín en gestirnir lágu aftarlega og notuðust við langar sendingar fram völlinn.

Haukur Ingi Guðnason komst næst því að skora í fyrri hálfleiknum þegar hann skallaði í slá. Grindvíkingar voru mun frískari í seinni hálfleik en þeim fyrri, færðu sig úr skotgröfunum og það hækkaði skemmtanagildi leiksins talsvert.

Heimamenn í Keflavík skoruðu eina mark leiksins á 61. mínútu eftir ansi laglega sókn. Magnús Sverrir rak smiðshöggið á hana og fagnaði vel. Jóhannes Valgeirsson, góður dómari leiksins, verður einnig að fá hrós en hann beitti hagnaðarreglunni vel í aðdraganda marksins.

Grindvíkingar fengu nokkur góð færi til að jafna metin en fundu ekki leið framhjá góðum markverði Keflavíkur og heimamenn hrósuðu sigri. Það gefur þeim ákveðinn „mont-rétt" fram á næsta tímabil en fyrri viðureign liðanna í sumar endaði með jafntefli. Langþráður sigur Keflvíkinga sem höfðu ekki unnið sjö leiki í röð þegar kom að þessum.

Keflavík - Grindavík 1-0

1-0 Magnús Sverrir Þorsteinsson (61.)

Áhorfendur: Um 500.

Dómari: Jóhannes Valgeirsson 7

Skot (á mark): 11-8 (5-5)

Varin skot: Jörgensen 5 - Óskar 3

Horn: 5-7

Aukaspyrnur fengnar: 16-17

Rangstöður: 2-7

Keflavík (4-5-1)

Lasse Jörgensen 8

Guðjón Árni Antoníusson 6

Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6

Alen Sutej 6

Brynjar Örn Guðmundsson 7

Magnús Sverrir Þorsteinsson 7

(90. Hörður Sveinsson -)

Einar Orri Einarsson 5

Haraldur Freyr Guðmundsson 5

(75. Jón Gunnar Eysteinsson -)

Jóhann Birnir Guðmundsson 8* - Maður leiksins

Hólmar Örn Rúnarsson 7

Haukur Ingi Guðnason 7

(88. Guðmundur Steinarsson -)

Grindavík (4-4-2)

Óskar Pétursson 6

Óli Baldur Bjarnason 4

Zoran Stamenic 5

Óli Stefán Flóventsson 6

Ray Anthony Jónsson 7

Tor Erik Moen 5

Orri Freyr Hjaltalín 6

Jóhann Helgason 5

Páll Guðmundsson 3

(54. Emil Daði Símonarson 5)

Sveinbjörn Jónasson 6

(75. Þórarinn Brynjar Kristjánsson -)

Gilles Ondo 6


Tengdar fréttir

Jóhann B.: Hefur þýðingu fyrir fólkið í bæjarfélaginu

Jóhann Birnir Guðmundsson átti flottan leik fyrir Keflavík í kvöld þegar liðið vann 1-0 sigur á grönnum sínum í Grindavík. Bæði lið höfðu ekki að miklu að keppa fyrir þennan leik nema þá stoltinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×