Enski boltinn

Gianfranco Zola: Risasigur fyrir sjálfstraustið í liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gianfranco Zola, stjóri West Ham.
Gianfranco Zola, stjóri West Ham. Mynd/AFP

„Þetta var risasigur fyrir okkur. Stigin eru mikilvæg en sigurinn skiptir líka miklu máli fyrir sjálfstraustið í liðinu," sagði Gianfranco Zola, stjóri West Ham eftir 2-0 sigur á Portsmouth í dag en sigurinn kom West Ham liðinu upp úr fallsæti.

„Við vissum að þetta yrði allt annað en þægilegur leikur fyrir okkur. Það var mikil pressa og mikið stress og spennan hélst allt þar til í lokin. Þeir voru eins og ljón en við héldum ró okkar og áttum þennan sigur skilinn," sagði Zola eftir leikinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×