Innlent

Þau eru að missa vinnuna

Birgir Ármannsson mun hugsanlega bætast í hóp þeirra áján þúsund sem eru án atvinnu.
Birgir Ármannsson mun hugsanlega bætast í hóp þeirra áján þúsund sem eru án atvinnu.

Töluvert af sitjandi þingmönnum eru að detta út, þar af eru fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem munu hugsanlega bætast í hóp þeirra átján þúsund einstaklinga sem eru atvinnulausir.

Það eru Arnbjörg Sveinsdóttir, Birgir Ármannsson, Ásta Möller og svo Jón Gunnarsson. Varaþingmaðurinn Erla Ósk Ásgeirsdóttir er ekki heldur inni á þingi.

Vinstri grænir fá einnig sinn skell, Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra, er dottinn út af þingi. Þá er Álfheiður Ingadóttir ekki kjördæmakjörinn en hún er núna inni sem jöfnunarmaður.

Sigurður Kári Kristjánsson hjá Sjálfstæðisflokknum er einnig jöfnunarmaður þessa stundina.

Þess má geta að niðurstaðan er ekki endanleg enda ekki búið að telja öll atkvæðin.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×