Enski boltinn

Benitez sannfærður um að Reina verði áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pepe Reina, markvörður Liverpool.
Pepe Reina, markvörður Liverpool. Nordic Photos / AFP

Rafa Benitez hefur ekki áhyggjur af því að hann muni missa Pepe Reina markvörð á næstunni og telur að hann muni fljótlega skrifa undir nýjan samning við Liverpool.

Reina er samningsbundinn félaginu til 2012 en forráðamenn þess eru sagðir áhugasamir um að framlengja samninginn enn lengur. Reina hefur verið gert tilboð en hann er nú að íhuga sína stöðu.

„Við erum mjög ánægðir með hann," sagði Benitez. „Hann hefur verið að bæta sig á hverju ári. Hann mun halda áfram að bæta sig því markverðir eiga yfirleitt fleiri ár í boltanum en aðrir leikmenn."

„Þetta fer allt eftir því hvað umboðsmaðurinn og leikmaðurinn sjálfur vill en Pepe er mjög ánægður hjá Liverpool. Ég á því ekki von á að þetta verði neitt vandamál."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×