Vilja ekki segja upp áætlun og láni AGS 23. janúar 2009 03:30 Birkur J. Jónsson Varaformenn Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins taka ekki undir hugmyndir Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna, um að til álita komi að segja upp efnahagsáætluninni við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) og afþakka lánafyrirgreiðslu úr þeirri átt. Hagfræðingur við Háskóla Íslands telur að slík ákvörðun væri hreint glapræði. steingrímur J. Sigfússon Steingrímur sagði í Kastljóssviðtali á miðvikudagskvöld að þingflokkur Vinstri grænna væri þeirrar skoðunar að æskilegast væri að komast út úr samkomulaginu við AGS og skila láni upp á tvo milljarða Bandaríkjadollara ef mögulegt væri. Þetta yrði til dæmis gert til að „losna undan þvingunarskilmálunum sem á okkur eru settir, til dæmis um þennan sársaukafulla niðurskurð í heilbrigðiskerfinu", eins og Steingrímur komst að orði. Hann tók fram að slík ákvörðun yrði ekki tekin í fljótheitum og í góðu samráði við AGS. Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, telur það vera glapræði að segja upp efnahagsáætlun AGS. Aðkoma sjóðsins sé nánast aðgöngumiði Íslands til að vera gjaldgengt í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi. Að segja okkur frá samkomulaginu væri yfirlýsing um að við ætluðum ekki að taka á okkar málum á alþjóðavettvangi." Árni Páll Árnason Birkir J. Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segist í fljótu bragði ekki getað tekið undir hugmynd Steingríms. „Það þarf að fara yfir öll þessi mál en staða Íslands er með þeim hætti að við þurfum utanaðkomandi aðstoð í þeim erfiðleikum sem við stöndum frammi fyrir." Birkir telur að Steingrímur hafi ekki úttalað sig um þær hugmyndir sem hann viðraði í Kastljósinu enda hafi hann sagt að þetta þyrfti nánari skoðunar við. Ef til kæmi þá yrði það í samráði við þá flokka sem hefðu meirihluta hverju sinni. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, telur það ekki raunhæfan kost að skila láni AGS. Stjórnmálamenn verði að horfast í augu við staðreyndir, og hún sé að engin önnur leið komi til greina til að endurreisa efnahagslífið en að halda sig við áætlun AGS, og sækja um aðild að Evrópusambandinu. Katrín Júlíusdóttir „Þetta er eitthvað það óábyrgasta sem ég hef heyrt frá stjórnmálamanni," segir Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Það sé alveg ljóst að Samfylkingin muni ekki taka þátt í því að skila láni AGS. Aðrir heimildarmenn Fréttablaðsins taka fram að þessi orð Steingríms komi ekki í veg fyrir einhvers konar samstarf fram að kosningum í vor. Slíkt samstarf yrði væntanlega að taka á fyrirfram ákveðnum málum, og það að skila láni AGS verði væntanlega ekki eitt af þeim. svavar@frettabladid.is, brjann@frettabladid.is Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Varaformenn Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins taka ekki undir hugmyndir Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna, um að til álita komi að segja upp efnahagsáætluninni við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) og afþakka lánafyrirgreiðslu úr þeirri átt. Hagfræðingur við Háskóla Íslands telur að slík ákvörðun væri hreint glapræði. steingrímur J. Sigfússon Steingrímur sagði í Kastljóssviðtali á miðvikudagskvöld að þingflokkur Vinstri grænna væri þeirrar skoðunar að æskilegast væri að komast út úr samkomulaginu við AGS og skila láni upp á tvo milljarða Bandaríkjadollara ef mögulegt væri. Þetta yrði til dæmis gert til að „losna undan þvingunarskilmálunum sem á okkur eru settir, til dæmis um þennan sársaukafulla niðurskurð í heilbrigðiskerfinu", eins og Steingrímur komst að orði. Hann tók fram að slík ákvörðun yrði ekki tekin í fljótheitum og í góðu samráði við AGS. Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, telur það vera glapræði að segja upp efnahagsáætlun AGS. Aðkoma sjóðsins sé nánast aðgöngumiði Íslands til að vera gjaldgengt í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi. Að segja okkur frá samkomulaginu væri yfirlýsing um að við ætluðum ekki að taka á okkar málum á alþjóðavettvangi." Árni Páll Árnason Birkir J. Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segist í fljótu bragði ekki getað tekið undir hugmynd Steingríms. „Það þarf að fara yfir öll þessi mál en staða Íslands er með þeim hætti að við þurfum utanaðkomandi aðstoð í þeim erfiðleikum sem við stöndum frammi fyrir." Birkir telur að Steingrímur hafi ekki úttalað sig um þær hugmyndir sem hann viðraði í Kastljósinu enda hafi hann sagt að þetta þyrfti nánari skoðunar við. Ef til kæmi þá yrði það í samráði við þá flokka sem hefðu meirihluta hverju sinni. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, telur það ekki raunhæfan kost að skila láni AGS. Stjórnmálamenn verði að horfast í augu við staðreyndir, og hún sé að engin önnur leið komi til greina til að endurreisa efnahagslífið en að halda sig við áætlun AGS, og sækja um aðild að Evrópusambandinu. Katrín Júlíusdóttir „Þetta er eitthvað það óábyrgasta sem ég hef heyrt frá stjórnmálamanni," segir Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Það sé alveg ljóst að Samfylkingin muni ekki taka þátt í því að skila láni AGS. Aðrir heimildarmenn Fréttablaðsins taka fram að þessi orð Steingríms komi ekki í veg fyrir einhvers konar samstarf fram að kosningum í vor. Slíkt samstarf yrði væntanlega að taka á fyrirfram ákveðnum málum, og það að skila láni AGS verði væntanlega ekki eitt af þeim. svavar@frettabladid.is, brjann@frettabladid.is
Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira