Innlent

Þríeykið ákveður sig í vikunni

Þór Saari.
Þór Saari. Mynd/GVA
„Ég reikna með að við finnum út úr þessu einhvern tímann í næstu viku," segir Þór Saari. Þingmenn hreyfingarinnar íhuga nú eftir dramatískan landsfund hvort þeir muni starfa áfram fyrir Borgarahreyfinguna.

Hart hefur verið deilt að undanförnu um menn og málefni innan stjórnmálahreyfingarinnar. Í gær fór fram fyrsti landsfundur Borgarahreyfingarinnar þar sem tekist var á um framtíð hreyfingarinnar. Á fundinum var samþykkt tillaga að lögum sem var þvert á vilja Þórs auk þingmannanna Birgittu Jónsdóttur og Margrétar Tryggvadóttur sem öll yfirgáfu fundinn í framhaldinu.

„Það er ekkert annað ákveðið en að við tökum okkur umhugsunarfrest um það hvernig við höldum áfram að vinna að stefnuskránni sem við vorum kosin út á," segir Þór.

Varaþingmaðurinn Valgeir Skagfjörð sem hlaut flest atkvæði í stjórnarkjöri Borgarahreyfingarinnar í gær sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag vonast til þess að þremenningarnir haldi áfram að starfa fyrir Borgarahreyfinguna.


Tengdar fréttir

Formaður Borgarahreyfingarinnar: Við gerðum byrjendamistök

Baldvin Jónsson, formaður Borgarahreyfingarinnar, telur flokkinn hafa gert byrjendamistök eftir að hafa náð frábærum árangri í kosningunum í vor. Þetta kom fram í skýrslu stjórnar sem Baldvin flutti eftir að landsfundur Borgarahreyfingarinnar hófst í morgun. Hann sagði núveranandi ríkisstjórn í litlu sem engu hafa breytt út frá stefnu fyrri ríkisstjórnar.

Ný stjórn Borgarahreyfingarinnar kjörin í dag

Landsfundur Borgarahreyfingarinnar hófst klukkan níu í morgun en hann fer fram á Grand Hótel í Reykjavík. Á eftir verða skipulags- og lagabreytingar ræddar sem og skýrslur stjórnar og þingmanna. Stjórnarkjör fer fram klukkan fjögur í dag en tveir hópar hafa tilkynnt um framboð í stjórn flokksins.

Vonar að þingmennirnir starfi áfram fyrir Borgarahreyfinguna

Varaþingmaðurinn Valgeir Skagfjörð hlaut flest atkvæði í stjórnarkjöri Borgarahreyfingarinnar á fyrsta landsfundi hennar sem haldinn var í gær. Þrír þingmenn hreyfingarinnar gengu út af fundi eftir að lög voru sett var þvert á vilja þeirra. Valgeir segist vona að þingmennirnir þrír haldi áfram að starfa fyrir Borgarahreyfinguna.

Kosið um framtíð Borgarahreyfingarinnar

Kosið verður um það í dag hvort Borgarahreyfingin verði áframhaldandi hreyfing eða hefðbundinn stjórnmálaflokkur á fyrsta landsfundi hreyfingarinnar á Grand hóteli. Hundrað manns sitja nú fundinn og fer stjórnarkjör fram síðdegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×