Enski boltinn

Diouf í LeBron-búningi og á krómuðum Benz

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
El-Hadji Diouf
El-Hadji Diouf Nordic Photos/Getty Images

Senegalinn El-Hadji Diouf er ekki bara skrautlegur innan vallar heldur er hann einnig afar áberandi utan vallar.

Hann vakti verðskuldaða athygli vegfarenda í Manchester á dögunum þegar hann skellti sér á skemmtistaðinn Living Room sem fræga fólkið sækir.

Þar mætti Diouf uppdressaður í LeBron James-búningi og með LeBron derhúfu.

Ökutækið var síðan ekki af ódýrari gerðinni. Benz-glæsikerra sem er þess utan krómuð þannig að hægt var að spegla sig í henni.

Til að sjá myndir af Diouf og bílnum þarf að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×