Enski boltinn

Juventus á eftir Malouda

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Malouda hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá Chelsea.
Malouda hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá Chelsea. Nordic Photos/Getty Images

Ítalska félagið Juventus er sagt vera að undirbúa 11 milljón punda tilboð í Frakkann Florent Malouda, leikmann Chelsea. Hermt er að Juventus hafi þegar sett sig í samband við umboðsmann Frakkans sem er að skoða sína stöðu.

Malouda virtist eiga framtíð fyrir sér á Stamford Bridge undir stjórn Scolari en hann hefur fá tækifæri fengið hjá Guus Hiddink.

Malouda kom til Chelsea frá Lyon í júlí árið 2007 fyrir 13,5 milljónir punda en hefur engan veginn staðið undir væntingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×