Enski boltinn

Benitez: Ég er mjög rólegur hvað varðar starf mitt

Ómar Þorgeirsson skrifar
Rafa Benitez.
Rafa Benitez. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool er hvergi banginn þrátt fyrir að hafa ekki átt sjö dagana sæla í starfi sínu undanfarið.

Benitez hefur þurft að horfa upp á Liverpool tapa fjórum leikjum í röð í deild og Meistaradeild og breskir fjölmiðlar hafa margir hverjir sagt að Spánverjinn eigi á hættu að missa starf sitt ef gengi liðsins batnar ekki þegar í stað. Jurgen Klinsmann og Kenny Dalglish eru helst nefndir til sögunnar sem mögulegir eftirmenn Benitez, en hann er eins og segir pollrólegur.

„Ég er mjög rólegur hvað varðar starf mitt því ég veit að við erum að leggja okkur fram innan vallar sem utan. Við þurfum ekki að breyta miklu hjá okkur og ég er sannfærður að um leið og við vinnum leik þá fáum við sjálfstraustið aftur og komumst á skrið. Leikurinn gegn Manchester United er kjörinn til þess að snúa spilinu okkur í vil því þetta er leikur gegn erkifjendum okkar," segir Benitezs í viðtali við Sky Sports fréttastofuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×