Enski boltinn

O´Neill ánægður með sigurinn og Evrópusætið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
O´Neill var létt eftir leik í kvöld.
O´Neill var létt eftir leik í kvöld. Nordic Photos/Getty Images

Sigur Aston Villa á Hull í kvöld tryggði liðinu sæti í UEFA-bikarnum á næstu leiktíð. Sigurinn var einnig kærkominn enda hafði Villa ekki unnið í síðustu tíu leikjum sínum.

„Það var hreinlega léttir þegar dómarinn flautaði leikinn af því við erum búnir að bíða svo lengi eftir þessum sigri. Við áttum þetta skilið í kvöld," sagði Martin O´Neill, stjóri Aston Villa.

„Mér fannst við hafa átt að skora annað mark. Það hefði vissulega verið þægilegra en sigurinn skiptir öllu og ég er afar hamingjusamur með þennan sigur," sagði stjórinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×