Enski boltinn

Zokora genginn til liðs við Sevilla

Ómar Þorgeirsson skrifar
Didier Zokora í leik með Tottenham.
Didier Zokora í leik með Tottenham. Nordic photos/AFP

Tottenham og Sevilla hafa náð samkomulagi um félagsskipti miðjumannsins Didier Zokora en kaupverðið er óuppgefið.

Búist er við því að ógreiddar bótagreiðslur sem Lundúnafélagið skuldaði Sevilla fyrir knattspyrnustjórann Juande Ramos komi inn í kaupverðið á Fílabeinastrendingnum.

Á opinberri heimasíðu Sevilla kemur fram að Zokora hafi samþykkt fjögurra ára samning við spænska félagið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×