Íslenski boltinn

Kristján Guðmundsson: Hefur áhrif að komast ekki í Evrópukeppni

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Kristján Guðmundsson
Kristján Guðmundsson
Kristján Guðmundsson var mjög vonsvikinn að ná ekki að sigra Breiðablik í undanúrslitum VISA-bikarsins eftir að hafa unnið upp tveggja marka forskot.

"Það er svekkjandi að tapa leiknum. Gera svona rosaleg mistök sem verða til þess að þeir skora sigurmarkið. Það er það sem er svekkjandi. Síðan er alveg glórulaus dekkning og barátta í horninu. við eigum að vinna betur gegn andstæðingnum og boltanum. Við gleymum okkur í öðru markinu í ákveðinni færslu gagnvart Blikaliðinu, þeir vinna vel fyrir því marki en þetta var hrikalegt miðað við hvernig við komum vel inn í leikinn og stjórnum honum og erum alveg með þá og hleypa þeim inn í leikinn með þessari gjöf," sagði Kristján eftir leik.

"Mér fannst vera kraftur í okkur eftir að við jöfnuðum og í seinni hálfleik fannst mér leikurinn vera of hægur hjá báðum liðum. Við vorum ekki nógu ákveðnir í seinni hálfeik. Við byrjum af krafti og sköpum okkur færi en náum ekki að fylgja því eftir. Hraðinn var ekki nógu mikill."

"Ég veit ekki hvort við hefðum getað bjargað tímabilinu en það hefði verið sætara að komast í úrslitaleikinn og við hefðum þurft að sigra hann til að komast í Evrópukeppni því það er nánast útilokað að ná því í deildinni úr þessu. Það er mikil vonbrigði og hefur áhrif á allt," sagði Kristján að lokum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×