Minningartónleikar um Rúnar 5. febrúar 2009 06:00 Landsliðið heiðrar Rúnar á stórtónleikum í Laugardalshöllinni 2. maí. Fréttablaðið/Teitur Minningartónleikar um Rúnar Júlíusson verða haldnir í Laugardalshöllinni 2. maí. Synir Rúnars, þeir Baldur og Júlíus, sjá um skipulagninguna í samvinnu við Bravo. Flestir forkólfar íslenskrar dægurlagamenningar hafa boðað komu sína. „Lögin sem pabbi kom nálægt verða auðvitað í forgrunni," segir Baldur. „Við höfum úr stórum lagalista að moða. Við erum ekki alveg búnir að telja þetta saman en mér sýnist lögin sem pabbi skildi eftir sig á plötum vera einhvers staðar á milli þrjú til fjögur hundruð. Við erum að setja saman dagskrá kvöldsins í þessum töluðu orðum. Það gengur vel. Allir sem við höfum kallað til eru mjög velviljaðir og spenntir fyrir verkefninu." Tónleikarnir verða stjörnum prýddir. Páll Óskar, Sálin hans Jóns míns, Hjálmar, KK, Krummi, Jóhann Helgason, Björgvin Halldórsson, Bjartmar Guðlaugsson, Áhöfnin á Halastjörnunni, Heiða, Helgi Björns, Lifun og Deep Jimi & The Zep Creams hafa staðfest þátttöku og stórfjölskyldan; synir, barnabörn og María Baldurs munu birtast á sviðinu. Þá munu flest böndin sem Rúnar spilaði með koma fram. Búast má við Hljómum og GCD en Baldur segir ekki enn fullfrágengið hver „verði Rúnar" í þessum hljómsveitum - „Við erum að velta ýmsum möguleikum fyrir okkur. Í sumum tilfellum þurfa ef til vill fleiri en einn að leysa hann af, bassaleikari og söngvari, eða söngvarar," segir hann. Trúbrot kemur einnig fram þótt aðeins Gunnar Þórðarson, Magnús Kjartansson og Shady Owens séu lifandi af upprunalegu meðlimunum. Hin vandfylltu skörð verða fyllt af toppfólki, lofar Baldur. Ráðgert er að hefja miðasölu í mars.- drg Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Minningartónleikar um Rúnar Júlíusson verða haldnir í Laugardalshöllinni 2. maí. Synir Rúnars, þeir Baldur og Júlíus, sjá um skipulagninguna í samvinnu við Bravo. Flestir forkólfar íslenskrar dægurlagamenningar hafa boðað komu sína. „Lögin sem pabbi kom nálægt verða auðvitað í forgrunni," segir Baldur. „Við höfum úr stórum lagalista að moða. Við erum ekki alveg búnir að telja þetta saman en mér sýnist lögin sem pabbi skildi eftir sig á plötum vera einhvers staðar á milli þrjú til fjögur hundruð. Við erum að setja saman dagskrá kvöldsins í þessum töluðu orðum. Það gengur vel. Allir sem við höfum kallað til eru mjög velviljaðir og spenntir fyrir verkefninu." Tónleikarnir verða stjörnum prýddir. Páll Óskar, Sálin hans Jóns míns, Hjálmar, KK, Krummi, Jóhann Helgason, Björgvin Halldórsson, Bjartmar Guðlaugsson, Áhöfnin á Halastjörnunni, Heiða, Helgi Björns, Lifun og Deep Jimi & The Zep Creams hafa staðfest þátttöku og stórfjölskyldan; synir, barnabörn og María Baldurs munu birtast á sviðinu. Þá munu flest böndin sem Rúnar spilaði með koma fram. Búast má við Hljómum og GCD en Baldur segir ekki enn fullfrágengið hver „verði Rúnar" í þessum hljómsveitum - „Við erum að velta ýmsum möguleikum fyrir okkur. Í sumum tilfellum þurfa ef til vill fleiri en einn að leysa hann af, bassaleikari og söngvari, eða söngvarar," segir hann. Trúbrot kemur einnig fram þótt aðeins Gunnar Þórðarson, Magnús Kjartansson og Shady Owens séu lifandi af upprunalegu meðlimunum. Hin vandfylltu skörð verða fyllt af toppfólki, lofar Baldur. Ráðgert er að hefja miðasölu í mars.- drg
Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira