Minningartónleikar um Rúnar 5. febrúar 2009 06:00 Landsliðið heiðrar Rúnar á stórtónleikum í Laugardalshöllinni 2. maí. Fréttablaðið/Teitur Minningartónleikar um Rúnar Júlíusson verða haldnir í Laugardalshöllinni 2. maí. Synir Rúnars, þeir Baldur og Júlíus, sjá um skipulagninguna í samvinnu við Bravo. Flestir forkólfar íslenskrar dægurlagamenningar hafa boðað komu sína. „Lögin sem pabbi kom nálægt verða auðvitað í forgrunni," segir Baldur. „Við höfum úr stórum lagalista að moða. Við erum ekki alveg búnir að telja þetta saman en mér sýnist lögin sem pabbi skildi eftir sig á plötum vera einhvers staðar á milli þrjú til fjögur hundruð. Við erum að setja saman dagskrá kvöldsins í þessum töluðu orðum. Það gengur vel. Allir sem við höfum kallað til eru mjög velviljaðir og spenntir fyrir verkefninu." Tónleikarnir verða stjörnum prýddir. Páll Óskar, Sálin hans Jóns míns, Hjálmar, KK, Krummi, Jóhann Helgason, Björgvin Halldórsson, Bjartmar Guðlaugsson, Áhöfnin á Halastjörnunni, Heiða, Helgi Björns, Lifun og Deep Jimi & The Zep Creams hafa staðfest þátttöku og stórfjölskyldan; synir, barnabörn og María Baldurs munu birtast á sviðinu. Þá munu flest böndin sem Rúnar spilaði með koma fram. Búast má við Hljómum og GCD en Baldur segir ekki enn fullfrágengið hver „verði Rúnar" í þessum hljómsveitum - „Við erum að velta ýmsum möguleikum fyrir okkur. Í sumum tilfellum þurfa ef til vill fleiri en einn að leysa hann af, bassaleikari og söngvari, eða söngvarar," segir hann. Trúbrot kemur einnig fram þótt aðeins Gunnar Þórðarson, Magnús Kjartansson og Shady Owens séu lifandi af upprunalegu meðlimunum. Hin vandfylltu skörð verða fyllt af toppfólki, lofar Baldur. Ráðgert er að hefja miðasölu í mars.- drg Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Nældi sér í einn umdeildan Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Minningartónleikar um Rúnar Júlíusson verða haldnir í Laugardalshöllinni 2. maí. Synir Rúnars, þeir Baldur og Júlíus, sjá um skipulagninguna í samvinnu við Bravo. Flestir forkólfar íslenskrar dægurlagamenningar hafa boðað komu sína. „Lögin sem pabbi kom nálægt verða auðvitað í forgrunni," segir Baldur. „Við höfum úr stórum lagalista að moða. Við erum ekki alveg búnir að telja þetta saman en mér sýnist lögin sem pabbi skildi eftir sig á plötum vera einhvers staðar á milli þrjú til fjögur hundruð. Við erum að setja saman dagskrá kvöldsins í þessum töluðu orðum. Það gengur vel. Allir sem við höfum kallað til eru mjög velviljaðir og spenntir fyrir verkefninu." Tónleikarnir verða stjörnum prýddir. Páll Óskar, Sálin hans Jóns míns, Hjálmar, KK, Krummi, Jóhann Helgason, Björgvin Halldórsson, Bjartmar Guðlaugsson, Áhöfnin á Halastjörnunni, Heiða, Helgi Björns, Lifun og Deep Jimi & The Zep Creams hafa staðfest þátttöku og stórfjölskyldan; synir, barnabörn og María Baldurs munu birtast á sviðinu. Þá munu flest böndin sem Rúnar spilaði með koma fram. Búast má við Hljómum og GCD en Baldur segir ekki enn fullfrágengið hver „verði Rúnar" í þessum hljómsveitum - „Við erum að velta ýmsum möguleikum fyrir okkur. Í sumum tilfellum þurfa ef til vill fleiri en einn að leysa hann af, bassaleikari og söngvari, eða söngvarar," segir hann. Trúbrot kemur einnig fram þótt aðeins Gunnar Þórðarson, Magnús Kjartansson og Shady Owens séu lifandi af upprunalegu meðlimunum. Hin vandfylltu skörð verða fyllt af toppfólki, lofar Baldur. Ráðgert er að hefja miðasölu í mars.- drg
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Nældi sér í einn umdeildan Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“