Enski boltinn

Vidic ekki á förum frá United

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Vidic er ekki á því að keyra burt frá Manchester á næstunni.
Vidic er ekki á því að keyra burt frá Manchester á næstunni. Nordic Photos/Getty Images

Umboðsmaður Serbans sterka, Nemanja Vidic hjá Man. Utd, hefur sagt að ekkert sé hæft í þeim sögusögnum að varnarmaðurinn sé á förum til annað hvort AC Milan eða Inter.

„Það er enginn sannleikur í þessum sögusögnum. Hann er byrjunarliðsmaður hjá Man. Utd og er ekki til sölu," sagði Silvano Martina umboðsmaður.

„Hann elskar lífið í Manchester og ítölsk félög hafa ekki efni á honum. Spænsk félög ekki heldur. Hann á nokkur ár eftir af samningi sínum við United og er ekki á förum. Hann er Evrópu- og heimsmeistari. Af hverju ætti hann að vilja fara? Að fara frá United er skref niður á við," bætti Martina við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×