Enski boltinn

Aston Villa búið að leggja fram kauptilboð í Upson

Ómar Þorgeirsson skrifar
Matthew Upson.
Matthew Upson. Nordic photos/AFP

Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar er Aston Villa búið að freista West Ham með 12 milljón punda kauptilboði í enska landsliðsmanninn Matthew Upson.

Hinn þrítugi Upson hefur verið orðaður við félagsskipti frá West Ham í sumar í kjölfar eigandaskipta og fjárhagsörðugleika hjá Lundúnafélaginu og hafa Arsenal og Manchester City verið sterklega orðuð við kappann.

Hvað gerist á næstu dögum er algjörlega í höndunum á West Ham en Upson skrifaði undir fjögurra og hálf árs samning á Upton Park þegar hann kom til félagsins frá Birmingham á 7,5 milljónir punda í janúar árið 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×