Fótbolti

Stelpurnar fengu að eyða tíma með fjölskyldum sínum í gær

Óskar Ófeigur Jónsson í Tampere skrifar
Stelpurnar eiga góða að í stúkunni sem hér fagna markinu á móti Frökkum.
Stelpurnar eiga góða að í stúkunni sem hér fagna markinu á móti Frökkum. Mynd/Ossi Ahola
Íslenska kvennalandsliðið eyddi gærdeginum í að komast yfir Frakkaleikinn, bæði andlega og líkamlega. Eftir vel heppnaða endurheimt, góðan liðsfund og létta æfingu var síðan frjáls tími í gærkvöldi.

Leikmenn fengu þá að eyða tíma með fjölskyldum og mökum sínum í fyrsta sinn í ferðinni. Stelpurnar hafa auðvitað hitt á sína nánustu í ferðinni til þessa en þetta var í fyrsta sinn sem fjölskyldutími var inn á skipulagðri dagskrá liðsins.

„Það er frjáls tími í kvöld og þeir sem eru með fjölskylduna sína fá að hitta hana í kvöld. Það er fínt. Þessi dagur eftir leik er vanalega svona dauður og fer bara í að jafna sig eftir síðasta leik," sagði Katrín Jónsdóttir, fyrirliði landsliðsins en eiginmaður hennar Þorvaldur Makan Sigbjörnsson er í staddur í Finnlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×