Enski boltinn

Faðir Coloccini þjálfaði Tevez

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tevez og Coloccini sjást hér á æfingu með argentínska landsliðinu.
Tevez og Coloccini sjást hér á æfingu með argentínska landsliðinu. Nordic Photos/AFP

Æskufélagarnir Fabricio Coloccini og Carlos Tevez mætast hugsanlega á knattspyrnuvellinum í kvöld.

Þeir hafa þekkst frá unga aldri en faðir Coloccini, Osvaldo, þjálfaði Tevez þegar hann var 14 ára strákur hjá Boca Juniors.

„Ég spilaði með Carlos í landsliðinu á Ólympíuleikunum en ég hef þekkt hann í 13 ár síðan pabbi þjálfaði hann. Faðir minn sagði alltaf að það væri eitthvað mjög sérstakt við þennan strák. Pabbi sagði alltaf að við ættum eftir að sjá mikið til þessa stráks. Ef hann skorar samt gegn okkur þá verðið þið að kenna pabba mínum um það," sagði Coloccini léttur en hann vonast til þess að Tevez spili.

„Carlos er stórkostlegur leikmaður en samt er ekki víst að hann muni spila. Það segir meira en mörg orð um hópinn hjá United. Það væri samt gaman að fá að reyna sig gegn honum í kvöld," sagði Coloccini sem kom til Newcastle frá Deportivo la Coruna fyrir 10 milljónir punda síðasta sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×