Enski boltinn

Capello gat ekki fengið Carragher til að gefa kost á sér í landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jamie Carragher í leik með Liverpool.
Jamie Carragher í leik með Liverpool. Nordic Photos / AFP

Jamie Carragher stóð til boða að funda með Franco Baldini, aðstoðarþjálfara Fabio Capello landsliðsþjálfara, en hætti við á síðustu stundu.

Carragher hætti að spila með enska landsliðinu árið 2007 þar sem honum hafði ekki tekist að tryggja sér sæti í byrjunarliðinu.

En bæði John Terry og Rio Ferdinand hafa átt við meiðsli að stríða á undanförnum mánuðum og hafa margir þrýst á Carragher að gefa kost á sér á ný.

Steven Gerrard, félagi Carragher hjá Liverpool, hafði milligöngu um að koma fundinum á dagskrá.

„Ég átti að hitta Franco Baldini fyrir ári síðan en hætti við á síðustu stundu. Ég vildi ekki vera ókurteis og þar sem Stevie hafði minnst á þetta nokkrum sinnum samþykkti ég að koma á fundinn. En svo ákvað ég að ég vildi einfaldlega ekki fara."

„Ég held að staða mín myndi ekki breytast þó svo að ég myndi aftur gefa kost á mér. John Terry og Rio Ferdinand koma fyrst og fremst til greina enda báðir meðal bestu miðvarða heimsins."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×