Enski boltinn

Wenger svarar ummælum Rummenigge

Nordic Photos/Getty Images

Arsene Wenger brást við hinn rólegasti þegar hann var spurður út í ummæli stjórnarformanns Bayern Munchen í gær þegar hann líkti stefnu Arsenal í leikmannamálum við barnaþrælkun.

Karl-Heinz Rummenigge vísaði þar í kaup Arsenal á ungum leikmönnum í gegn um tíðina og tók kaup félagsins á Cesc Fabregas frá Barcelona sem dæmi.

"Þetta er gömul ræða," sagði Wenger í samtali við Setanta þegar hann var spurður út í ummæli Þjóðverjans. "Skoðið bara Roque Santa Cruz hjá Blackburn og þar hafið þið svarið við þessum yfirlýsingum," sagði Wenger.

Þar vísaði hann í þá staðreynd að Bayern krækti í Santa Cruz frá suður-ameríska félaginu Olimpia Asunción þegar hann var aðeins 17 ára gamall.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×