Enski boltinn

Cisse vill ekki yfirgefa England

Elvar Geir Magnússon skrifar
Djibril Cisse er skrautlegur.
Djibril Cisse er skrautlegur.

Djibril Cisse segir í viðtali við Sky fréttastofuna að hann vilji vera til frambúðar í ensku úrvalsdeildinni. Þessi franski sóknarmaður er á lánssamningi hjá Sunderland út tímabilið.

Cisse er samningsbundinn Marseille í heimalandi sínu.

„Í sannleika sagt vil ég vera hér áfram. Hvort það verði Sunderland eða eitthvað annað lið veit ég ekki. Við vitum ekki hvort við náum að halda okkur uppi en ég held þó að okkur muni takast það," sagði Cisse.

„Ég bíð eftir að viðræður fari af stað. Ég vil ekki vanvirða Marseille þar sem mér þykir vænt um félagið og á marga vini þar. Hjarta mitt er samt á Englandi og í úrvalsdeildinni."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×