Enski boltinn

Villa komið í undanúrslit

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld.

Aston Villa er komið í undanúrslit ensku deildarbikarkeppninnar eftir glæsilegan útisigur á Portsmouth, 2-4.

Portsmouth komst yfir á 10. mínútu er Stiliyan Petrov skoraði sjálfsmark. Villa svaraði með þrem mörkum frá Emile Heskey, James Milner og Stewart Downing.

Kanu gaf Portsmouth smá von er hann minnkaði muninn á 87. mínútu. Ashley Young drap þá von á 89. mínútu er hann skoraði fjórða mark Villa.

Hermann Hreiðarsson var í byrjunarliði Portsmouth og lék allan leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×