Enski boltinn

Burnley tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á Wembley

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhannes Karl Guðjónsson og Owen Coyle stjóri Burnley.
Jóhannes Karl Guðjónsson og Owen Coyle stjóri Burnley. Mynd/GettyImages

Jóhannes Karl Guðjónsson og félagar í Burnley tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum um sæti í ensku úrvalsdeildinni með því að vinna 2-0 sigur Reading á útivelli. Burnley mætir Sheffield United í úrslitaleiknum.

Burnley vann 1-0 sigur í fyrri leiknum á sínum heimavelli en bæði mörk liðsins í leiknum í gær komu í seinni hálfleik. Martin Paterson og Steven Thompson skoruðu mörk Burnley í kvöld.

Jóhannes Karl Guðjónsson kom inn á sem varamaður hjá Burnley á 71. mínútu leiksins. Brynjar Björn Gunnarsson lék allan leikinn með Reading.

Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley 25. maí næstkomandi.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×