Fótbolti

Beckham vill spila á HM 2014

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hinn 34 ára gamli David Beckham er ekki af baki dottinn og hann stefnir ekki bara á að komast í enska landsliðið fyrir HM á næsta ári heldur vill hann einnig spila með Englandi á HM 2014.

Beckham verður 39 ára gamall þegar HM 2014 fer fram en hann virðist ekki hafa miklar áhyggjur af aldrinum.

„Ég myndi gjarna vilja spila fótbolta þar til ég verð fertugur og taka þátt í annarri heimsmeistarakeppni. Ég hef alltaf sagt að ég bjóði mig fram í landsliðið á meðan ég er enn að spila. Ég er alltaf til í að leggja mikið á mig til að vera í nógu góðu standi fyrir England," sagði Beckham brattur.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×