Fótbolti

Magnað mark í Futsal (myndband)

Elvar Geir Magnússon skrifar
Falcao.
Falcao.

Brasiliumaðurinn Falcao skoraði hreint ótrúlegt mark í stórsigri á Rúmeníu í innanhússfótbolta (Futsal).

Falcao var í fyrra útnefndur besti Futsal-leikmaður heims og miðað við þessi tilþrif skyldi engan undra.

Smelltu hér til að sjá markið

Futsal hefur ekki náð mikilli útbreiðslu hér á landi en í fyrra tók Víðir í Garði þátt í Evrópukeppni félagsliða fyrst íslenskra liða.

Í ár er Hvöt frá Blönduósi fulltrúi Íslands í keppninni og leikur riðil sinn í Austurríki í næsta mánuði. Vonandi að Hvatarmenn nái að sýna tilþrif í líkingu við Falcao.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×