Innlent

FME sendir mál blaðamanna til sérstaks saksóknara

Mál fimm fréttamanna sem fjallað hafa um bankahrunið hafa verið send frá Fjármálaeftirlitinu til frekari rannsóknar. Fólkið sem um ræðir starfar á Morgunblaðinu, Ríkisútvarpinu og DV. Fjármálaeftirlitið segir í fréttatilkynningu að fimm málum vegna meintra brota á þagnaskyldu hafi verið vísað til ríkissaksóknara.

Það stenst raunar ekki. Eftirgrennslan fréttastofu hefur leitt í ljós að málin fóru ekki þangað, heldur líklega til sérstaks saksóknara bankahrunsins. Enda þykir við hæfi að mál fái rannsókn áður en ríkissaksóknari metur hvort tilefni sé til að gefa út ákæru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×