Fótbolti

Íslensku stelpurnar eru mættar á leikvanginn í Tampere

Óskar Ófeigur Jónsson í Tampere skrifar
Stelpurnar sjást hér koma til leiks á keppnisvellinum í Tampere.
Stelpurnar sjást hér koma til leiks á keppnisvellinum í Tampere. Mynd/ÓskarÓ

Íslenska kvennalandsliðið er komið á keppnisvöllinn í Tampere eftir stutta rútuferð frá hótelinu en leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 17.00 að íslenskum tíma.

Stelpurnar hafa tekið því rólega í dag eins og venjan er á leikdegi, reynt að hvíla sig og ná upp einbeitingu fyrir leikinn sem er sá fyrsti sem íslenskt knattspyrnulandslið spilar á stórmóti.

Franska landsliðið kom aðeins á undan því íslenska en leikur Þjóðverja og Norðmanna er enn í fullum gangi á vellinum. Liðin þurfa því að eyða dágóðum tíma í búningsklefanum áður en þau fá að hefja upphitun inn á vellinum.

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×