Íslenski boltinn

Heildarumfjöllun um Pepsi-deildina á Vísi

Eins og glöggir lesendur Vísis tóku eftir í gærkvöldi þá býður Vísir upp á einstaka heildarumfjöllun um Pepsi-deildina á netinu.

Er óhætt að segja að umfjöllun Vísis um deildina í sumar sé sú metnaðarfyllsta sem sem sést hefur á íslenskum vefmiðlum.

Leikirnir allir í beinni lýsingu og svo eftir leik eru viðtöl úr öllum leikjum. Þess utan var umfjöllun um alla leiki gærdagsins ásamt heildartölfræði og einkunnum leikmanna sem er nýbreytni.

Þetta er það sem koma skal hjá Vísi í sumar en umfjöllun verður með nákvæmlega þessum hætti í allt sumar og koma viðtöl sem og umfjallanir inn á vefinn eins fljótt og hægt er.

Hér að neðan má síðan finna tengla á leikjaumfjöllun gærkvöldsins.




Tengdar fréttir

Umfjöllun: Svart og hvítt hjá KR-ingum

KR byrjar vel í Pepsi-deildinni í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Fjölni í opnunarleik mótsins í gær. KR-ingar lentu reyndar undir í fyrri hálfleik en tóku sig saman í andlitinu í þeim síðari og unnu sanngjarnan 2-1 sigur.

Umfjöllun: Fylkir fékk flugstart á móti Val

Ungt lið Fylkis gerði sér lítið fyrir í kvöld og skellti Val, 1-0. Frekar óvænt úrslit enda er Valsmönnum spáð toppbaráttu í sumar og hefur yfir talsvert sterkari hóp að ráða en Fylkismenn.

Umfjöllun: Framsigur í Laugardalnum

Fram sigraði ÍBV 2-0 í Laugardalnum í kvöld. Það voru þeir Heiðar Geir Júlíusson og Hjálmar Þórarinsson sem skoruðu mörkin fyrir Fram.

Umfjöllun: Stjarnan á toppinn

Stjarnan stimplaði sig af krafti inn í Pepsi-deild karla í knattspyrnu þegar þeir mættu Grindavík í Garðabænum í kvöld. Þeir unnu öruggan sigur á slökum Grindvíkingum og ljóst að Stjörnumenn ætla sér annað og meira en menn höfðu gert ráð fyrir í upphafi móts.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×