Íslenski boltinn

Umfjöllun: Góður fyrri hálfleikur dugði Blikum á móti Þrótti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristinn Steindórsson kom Blikum yfir í kvöld.
Kristinn Steindórsson kom Blikum yfir í kvöld. Mynd/Daníel

Breiðablik vann 2-1 sigur á Þrótti í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla á Kópavogsvellinum í kvöld. Breiðablik var 2-0 yfir í hálfleik en allt annað Þróttaralið kom inn á í hálfleik og litlu munaði að Þróttarar næðu að jafna.

Blikar tóku völdin snemma í fyrri hálfleik og skoruðu síðan tvö lagleg mörk á 30. og 39. mínútu. Það fyrri skoraði Kristinn Steindórsson eftir laglega stungu frá Arnari Grétarssynir og það síðara skoraði Alfreð Finnbogason með skalla eftir frábæran undirbúning Arnórs Sveins Aðalsteinssonar.

Gunnar Oddson skipti þeim Hirti Hjartarstyni og Davíð Þór Rúnarssyni inn á í hálfleik og það tók þá 30 sekúndur að búa til mark fyrir Þrótt. Davíð Þór Rúnarsson sendi boltann inn á markteig og Hjörtur þrumaði honum upp í þaknetið.

Þróttarar náðu hverri stórsókninni á fætur annari á fyrstu fimmtán mínútum seinni hálfleik en síðan náðu Blikar að koma sér aftur inn í leikinn. Seinni hluti síðari hálfleiks var síðan jafn og bauð upp á fáar góðar sóknir.

Arnór Sveinn Aðalsteinsson lék mjög vel í nýrri stöðu á miðjunni og var besti maður vallarsins.

Breiðablik-Þróttur 2-1

1-0 Kristinn Steindórsson (30.)

2-0 Alfreð Finnbogason (39.)

2-1 Hjörtur Hjartarson (46.)

Kópavogsvöllur. Áhorfendur: 1045

Dómari: Magnús Þórisson (7)

Skot (á mark): 12-9 (3-3)

Varin skot: Ingvar 1 - Henryk 1.

Horn: 7-3

Aukaspyrnur fengnar: 19-9

Rangstöður: 0-1

Breiðablik (4-3-3)

Ingvar Þór Kale 5

Árni Kristinn Gunnarsson 5

Guðmann Þórisson 6

Kári Ársælsson 6

Kristinn Jónsson 5

Arnór Sveinn Aðalsteinsson 7 - maður leiksins

Arnar Grétarsson 5

Finnur Orri Margeirsson 4

(87. Haukur Baldvinsson -)

Kristinn Steindórsson 6

Alfreð Finnbogason 6

Olgeir Sigurgeirsson 5

Þróttur (4-5-1)

Henryk Boedker 5

Kristján Ómar Björnsson 5

Dennis Danry 6

Þórður Hreiðarsson 5

Birkir Pálsson 4

Andrés Vilhjálmsson 3

(46. Davíð Þór Rúnarsson 7)

Haukur Páll Sigurðsson 6

Hallur Hallsson 5

Rafn Andri Haraldsson 4

Skúli Jónsson 4

(46. Hjörtur Hjartarson 6)

Morten Smidt 4

72. Ingvi Sveinsson -)


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×