Enski boltinn

Hughes ætlar ekki að bjóða í Eto´o

Nordic Photos/Getty Images

Mark Hughes knattspyrnustjóri Manchester City segir félagið ekki á höttunum eftir framherjanum Samuel Eto´o hjá Barcelona, en segir félagið engu að síður stefna hátt á leikmannamarkaðnum í sumar.

Forráðamenn City áttu frægan fund með kollegum sínum hjá Barcelona í vikunni og upp úr því spunnust fréttir af því að City ætlaði að bjóða í Samuel Eto´o.

"Það er búið að útskýra vel hvað átti sér stað á þessum fundi," sagði Hughes og vísaði í yfirlýsingu frá félaginu þar sem fram kom að félögin hefðu aðeins verið að "styrkja samband sín á milli."

"Við erum með háleit markmið í sumar og í framtíðinni, en það hefur ekkert með þennan fund að gera," sagði Hughes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×