Umfjöllun: Markaveisla á Meistaravöllum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. september 2009 00:01 Halldór Orri Björnsson úr Stjörnunni og Óskar Örn Hauksson úr KR í fyrri leik liðanna. Mynd/Daníel Þeir rúmlega þúsund áhorfendur sem lögðu leið sína á leik KR og Stjörnunnar fengu heldur betur eitthvað fyrir peninginn. Tíu mörk voru skoruð og þar af skoraði KR sjö. Fimm mörk voru skoruð á níu mínútna kafla í leiknum. Þetta var ævintýralegur leikur. Stjörnumenn mættu grimmir til leiks. Mættu KR hátt á vellinum og freistuðu þess að skora. Þeir fengu betri færi framan af en KR sá samt um að skora mörkin. Þrjú mörk komu í fyrri hálfleik og síðan varð allt vitlaust í síðari hálfleik þegar fimm mörk komu á færibandi. KR alltaf með örugga forystu og átti sigurinn skilinn. Stjörnumenn gerðu þeim samt óþarflega auðvelt fyrir. Guðni Rúnar og Tryggvi Sveinn voru glórulausir í miðvarðarstöðunum og náðu engan veginn saman. Fyrir vikið fengu KR-ingar aragrúa af opnum færum í miðjum teignum. Daníel Laxdal var á miðjunni og hefði að ósekju mátt fara mun fyrr í vörnina. Bjarni þjálfari var allt of lengi að bregðast við. Bjarni Þórður var ekki mikið skárri í markinu, varði ekki bolta og gaf í það minnsta eitt mark. Vondur leikur hjá honum. Halldór Orri var bestur Stjörnumanna. Var sívinnandi og ógnandi. Steinþór átti spretti en allt of fáa. Markið hans var samt glæsilegt. Þorvaldur sást ekki í leiknum en tókst samt að skora tvö mörk sem var afrek. Óskar Örn skoraði flotta þrennu og var ógnandi. Bjarni sterkur á miðjunni og Baldur ágætur. Gunnar Örn fann sig ekki. Guðmundur Benediktsson var drjúgur. KR spilaði fínan fótbolta lengstum og bæði lið fá plús í kladdann fyrir að vilja spila sóknarbolta. Þetta var samt dagur KR sem nýtti færin sín frábærlega og refsaði slakri vörn Stjörnunnar hvað eftir annað. KR-Stjarnan 7-3 1-0 Guðmundur Benediktsson (12.) 2-0 Bjarni Guðjónsson (33.) 3-0 Óskar Örn Hauksson (35.) 4-0 Gunnar Örn Jónsson (51.) 4-1 Þorvaldur Árnason (54.) 4-2 Steinþór Freyr Þorsteinsson (57.) 5-2 Óskar Örn Hauksson (58.) 6-2 Björgólfur Takefusa (60.) 6-3 Þorvaldur Árnason (67.) 7-3 Óskar Örn Hauksson (79.) Áhorfendur: 1.010Dómari: Magnús Þórisson 4. Skot (á mark): 16-16 (9-4)Varin skot: Andre 1 – Bjarni 2Horn: 2-5Aukaspyrnur fengnar: 8-13Rangstöður: 6-1 KR (4-4-2) Andre Hansen 4 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 5 Mark Rutgers 5 Jordao Diogo 5 (62., Gunnar Kristjánsson 6) Gunnar Örn Jónsson 5 (80, Ingólfur Sigurðsson -) Bjarni Guðjónsson 7 Baldur Sigurðsson 6Óskar Örn Hauksson 8 - Maður leiksins Guðmundur Benediktsson 7 (72., Guðmundur Reynir Gunnarsson -) Björgólfur Takefusa 6 Stjarnan (4-5-1)Bjarni Þórður Halldórsson 2 Bjarki Páll Eysteinsson 6 Guðni Rúnar Helgason 2 Tryggvi Sveinn Bjarnason 2 Hafsteinn Rúnar Helgason 3 (63., Grétar Atli Grétarsson 4) Björn Pálsson 5 Daníel Laxdal 5 Halldór Orri Björnsson 7 Steinþór Freyr Þorsteinsson 6 (81., Magnús Björgvinsson -) Jóhann Laxdal 3 Þorvaldur Árnason 6 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: KR - Stjarnan Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Óskar Örn: Vonbrigði að vinna engan titil „Ég skoraði síðast þrennu með Njarðvík gegn Dalvík árið 2003," sagði brosmildur Óskar Örn Hauksson en hann skoraði þrjú mörk fyrir KR í 7-3 stórsigrinum á Stjörnunni í kvöld. 20. september 2009 19:30 Bjarni Jóh.: Okkur var refsað grimmilega „Djarfur sóknarleikur kostaði okkur þetta í dag," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leik KR og Stjörnunnar í kvöld. 20. september 2009 19:37 Logi: Verð áfram með KR „Ballinu lauk í dag, því miður. Það hefði verið gaman að hafa smá spennu í lokaumferðinni," sagði nokkuð svekktur þjálfari KR, Logi Ólafsson, eftir frábæran sigur hans liðs á Stjörnunni. Sigurinn dugði aftur á móti ekki til. 20. september 2009 19:43 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira
Þeir rúmlega þúsund áhorfendur sem lögðu leið sína á leik KR og Stjörnunnar fengu heldur betur eitthvað fyrir peninginn. Tíu mörk voru skoruð og þar af skoraði KR sjö. Fimm mörk voru skoruð á níu mínútna kafla í leiknum. Þetta var ævintýralegur leikur. Stjörnumenn mættu grimmir til leiks. Mættu KR hátt á vellinum og freistuðu þess að skora. Þeir fengu betri færi framan af en KR sá samt um að skora mörkin. Þrjú mörk komu í fyrri hálfleik og síðan varð allt vitlaust í síðari hálfleik þegar fimm mörk komu á færibandi. KR alltaf með örugga forystu og átti sigurinn skilinn. Stjörnumenn gerðu þeim samt óþarflega auðvelt fyrir. Guðni Rúnar og Tryggvi Sveinn voru glórulausir í miðvarðarstöðunum og náðu engan veginn saman. Fyrir vikið fengu KR-ingar aragrúa af opnum færum í miðjum teignum. Daníel Laxdal var á miðjunni og hefði að ósekju mátt fara mun fyrr í vörnina. Bjarni þjálfari var allt of lengi að bregðast við. Bjarni Þórður var ekki mikið skárri í markinu, varði ekki bolta og gaf í það minnsta eitt mark. Vondur leikur hjá honum. Halldór Orri var bestur Stjörnumanna. Var sívinnandi og ógnandi. Steinþór átti spretti en allt of fáa. Markið hans var samt glæsilegt. Þorvaldur sást ekki í leiknum en tókst samt að skora tvö mörk sem var afrek. Óskar Örn skoraði flotta þrennu og var ógnandi. Bjarni sterkur á miðjunni og Baldur ágætur. Gunnar Örn fann sig ekki. Guðmundur Benediktsson var drjúgur. KR spilaði fínan fótbolta lengstum og bæði lið fá plús í kladdann fyrir að vilja spila sóknarbolta. Þetta var samt dagur KR sem nýtti færin sín frábærlega og refsaði slakri vörn Stjörnunnar hvað eftir annað. KR-Stjarnan 7-3 1-0 Guðmundur Benediktsson (12.) 2-0 Bjarni Guðjónsson (33.) 3-0 Óskar Örn Hauksson (35.) 4-0 Gunnar Örn Jónsson (51.) 4-1 Þorvaldur Árnason (54.) 4-2 Steinþór Freyr Þorsteinsson (57.) 5-2 Óskar Örn Hauksson (58.) 6-2 Björgólfur Takefusa (60.) 6-3 Þorvaldur Árnason (67.) 7-3 Óskar Örn Hauksson (79.) Áhorfendur: 1.010Dómari: Magnús Þórisson 4. Skot (á mark): 16-16 (9-4)Varin skot: Andre 1 – Bjarni 2Horn: 2-5Aukaspyrnur fengnar: 8-13Rangstöður: 6-1 KR (4-4-2) Andre Hansen 4 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 5 Mark Rutgers 5 Jordao Diogo 5 (62., Gunnar Kristjánsson 6) Gunnar Örn Jónsson 5 (80, Ingólfur Sigurðsson -) Bjarni Guðjónsson 7 Baldur Sigurðsson 6Óskar Örn Hauksson 8 - Maður leiksins Guðmundur Benediktsson 7 (72., Guðmundur Reynir Gunnarsson -) Björgólfur Takefusa 6 Stjarnan (4-5-1)Bjarni Þórður Halldórsson 2 Bjarki Páll Eysteinsson 6 Guðni Rúnar Helgason 2 Tryggvi Sveinn Bjarnason 2 Hafsteinn Rúnar Helgason 3 (63., Grétar Atli Grétarsson 4) Björn Pálsson 5 Daníel Laxdal 5 Halldór Orri Björnsson 7 Steinþór Freyr Þorsteinsson 6 (81., Magnús Björgvinsson -) Jóhann Laxdal 3 Þorvaldur Árnason 6 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: KR - Stjarnan
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Óskar Örn: Vonbrigði að vinna engan titil „Ég skoraði síðast þrennu með Njarðvík gegn Dalvík árið 2003," sagði brosmildur Óskar Örn Hauksson en hann skoraði þrjú mörk fyrir KR í 7-3 stórsigrinum á Stjörnunni í kvöld. 20. september 2009 19:30 Bjarni Jóh.: Okkur var refsað grimmilega „Djarfur sóknarleikur kostaði okkur þetta í dag," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leik KR og Stjörnunnar í kvöld. 20. september 2009 19:37 Logi: Verð áfram með KR „Ballinu lauk í dag, því miður. Það hefði verið gaman að hafa smá spennu í lokaumferðinni," sagði nokkuð svekktur þjálfari KR, Logi Ólafsson, eftir frábæran sigur hans liðs á Stjörnunni. Sigurinn dugði aftur á móti ekki til. 20. september 2009 19:43 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira
Óskar Örn: Vonbrigði að vinna engan titil „Ég skoraði síðast þrennu með Njarðvík gegn Dalvík árið 2003," sagði brosmildur Óskar Örn Hauksson en hann skoraði þrjú mörk fyrir KR í 7-3 stórsigrinum á Stjörnunni í kvöld. 20. september 2009 19:30
Bjarni Jóh.: Okkur var refsað grimmilega „Djarfur sóknarleikur kostaði okkur þetta í dag," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leik KR og Stjörnunnar í kvöld. 20. september 2009 19:37
Logi: Verð áfram með KR „Ballinu lauk í dag, því miður. Það hefði verið gaman að hafa smá spennu í lokaumferðinni," sagði nokkuð svekktur þjálfari KR, Logi Ólafsson, eftir frábæran sigur hans liðs á Stjörnunni. Sigurinn dugði aftur á móti ekki til. 20. september 2009 19:43