Íslenski boltinn

Óskar Örn: Vonbrigði að vinna engan titil

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Óskar Örn í leik gegn Stjörnunni fyrr í sumar.
Óskar Örn í leik gegn Stjörnunni fyrr í sumar. Mynd/Stefán

„Ég skoraði síðast þrennu með Njarðvík gegn Dalvík árið 2003," sagði brosmildur Óskar Örn Hauksson en hann skoraði þrjú mörk fyrir KR í 7-3 stórsigrinum á Stjörnunni í kvöld.

„Aðstæður í dag buðu upp á óvænta hluti. Það eru samt auðvitað blendnar tilfinningar eftir leikinn þar sem FH er orðið meistari. Við misstum ekki alveg trúna á meðan það var enn von.

Auðvitað átti ég ekki von á að FH myndi tapa síðustu tveim leikjunum en ég batt samt smá vonir við Valsarana. Það var langsótt von," sagði Óskar Örn.

„Það eru auðvitað vonbrigði að vinna engan titil enda var stefnt að því."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×