Enski boltinn

Ferguson ekki ákærður fyrir ummæli sín í gær

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nordic Photos/Getty Images

Enska knattspyrnusambandið mun ekkert aðhafast vegna orða Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, um Martin Atkinson dómara í gær.

Eins og svo oft áður í vetur var Ferguson afar ósáttur við dómgæsluna og gagnrýndi Atkinson harkalega.

Sagði hann leikmenn meðal annars missa trúna á dómurum eftir slíka dómgæslu.

Ferguson vildi meina að það hefði aldrei átt að dæma aukaspyrnuna sem mark Chelsea kom síðan úr. Þess utan fannst honum vera brotið á Wes Brown í teignum er markið var skorað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×