Enski boltinn

Bruce varar Ronaldo og Tevez við

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Steve Bruce.
Steve Bruce. Nordic Photos/Getty Images

Steve Bruce, stjóri Wigan og fyrrum leikmaður Man. Utd, hefur varað þá Cristiano Ronaldo og Carlos Tevez við því að lífið verði ekkert sérstaklega auðvelt ákveði þeir að yfirgefa herbúðir Man. Utd.

„Það er skref niður á við að fara frá United og það hefur ekki reynst leikmönnum auðvelt að fóta sig annars staðar eftir að hafa farið frá félaginu. Það er mjög erfitt að aðlagast lífinu annars staðar eftir að hafa verið hjá United," sagði Bruce.

„Nútímaleikmaðurinn verður að sætta sig við að til þess að keppa á toppnum og um um fimm bikara þá þarf ekki að spila 60 leiki á ári eins og við gerðum.

Það þarf að spila 18 leiki til þess að vinna Meistaradeildinni þannig að lið eins og United þarf að eiga stóran hóp af sterkum leikmönnum sem kunna að spila stórleiki," sagði Bruce.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×