Enski boltinn

Mascherano ekki á förum frá Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Javier Mascherano.
Javier Mascherano. Nordic Photos/Getty Images

Argentínumaðurinn Javier Mascherano segist ekki vera á förum frá Liverpool en hann sagðist í viðtali á dögunum ekki vera viss um framtíð sína hjá félaginu.

„Framtíð mín er hér og ég mun halda áfram að gefa 100 prósent fyrir félagið. Við höfum tekið virkilega stórt skref í rétta átt í vetur," sagði Mascherano.

„Síðustu þrjú til fjögur ár hefur Liverpool ekki átt möguleika á að vinna enska titilinn í desember eða janúar en núna erum við með í baráttunni allt til enda. Það er mikil framför og við erum á réttri leið," sagði hinn 24 ára gamli Mascherano.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×