Enski boltinn

Brynjar Björn byrjar en Jóhannes Karl er á bekknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brynjar Björn Gunnarsson
Brynjar Björn Gunnarsson Mynd/GettyImages

Stjórar Reading og Burnley hafa tilkynnt byrjunarliðin sín en liðið mætast í úrslitakeppni ensku b-deildarinnar í kvöld. Leikurinn fer fram á heimavelli Reading, Madejski Stadium, en Burnley vann fyrri leikinn 1-0.

Brynjar Björn Gunnarsson er í byrjunarliði Reading í kvöld en Jóhannes Karl Guðjónsson er hinsvegar á bekknum hjá Burnley.

Sigurvegarinn í leiknum mætir Sheffield United á Wembley í hreinum úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport 2.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×