Sjá sjálfir um að þvo fötin Elvar Geir Magnússon skrifar 22. júlí 2009 08:00 Indriði Sigurðsson í landsleik gegn Hollandi. Nordic photos/Getty images „Klúbburinn er í mjög erfiðum málum og þarf að losa sig við leikmenn," segir varnarmaðurinn Indriði Sigurðsson sem er samningsbundinn Lyn í Noregi. Félagið stendur á brauðfótum en fjárhagsstaða þess er virkilega slæm. „Ef ég væri stjórnarmaður einhvers liðs myndi ég persónulega ekki leggja fram tilboð í leikmann hjá okkur á þessum tímapunkti heldur bíða aðeins því það er möguleiki á að fá hann ókeypis ef liðið fer á hausinn," segir Indriði. Norskir fjölmiðlar telja líklegt að hann verði fyrsti leikmaðurinn sem Lyn selji til að létta reksturinn en annað Íslendingalið, Brann, hefur áhuga á honum. „Við höfum það fínt í Ósló en ég viðurkenni að ég hef meiri metnað en að vera í botnbaráttunni. Það væri erfitt að stökkva af sökkvandi skipi og ég væri til í að vera út þetta tímabil og sjá hver staðan er eftir það. Ef eitthvað gerist sem hjálpar félaginu fjárhagslega og ég lít á sem spennandi kost þá væri ég vitleysingur ef ég myndi ekki skoða það," segir Indriði. „Brann er stór klúbbur á norskan mælikvarða og mjög góð umgjörð í kringum hann. Auðvitað er það spennandi kostur." Fyrir hjá Brann eru fimm Íslendingar en samningur Kristjáns Arnar Sigurðssonar er að renna út og telja norskir fjölmiðlar líklegt að félagið vilji fá Indriða í hans stað. Meðal þess sem Lyn hefur gert til að spara er að láta leikmenn sjálfa sjá um að þvo æfingafötin sín. „Við leikmenn tókum á okkur launalækkun og mér finnst það persónulega lítið mál að við sjáum um þvottinn líka. Konan er reyndar alveg brjáluð," sagði Indriði kíminn. „Félagið hefur þurft að greiða fyrir þvottinn þar sem það er ekki með neinar stórar þvottavélar eins og mörg félög. Við buðumst til að aðstoða með ákveðna kostnaðarliði og það er búið að skera niður ýmislegt, til dæmis hádegismat eftir æfingar og svona." Tveir aðrir Íslendingar eru á mála hjá Lyn, Theodór Elmar Bjarnason og markvörðurinn Arnar Darri Pétursson. „Við höfum verið að tapa mörgum leikjum með einu marki en maður er samt alltaf bjartsýnn. Mér finnst við vera of góðir til að falla en taflan lýgur samt ekki," segir Indriði. Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Sjá meira
„Klúbburinn er í mjög erfiðum málum og þarf að losa sig við leikmenn," segir varnarmaðurinn Indriði Sigurðsson sem er samningsbundinn Lyn í Noregi. Félagið stendur á brauðfótum en fjárhagsstaða þess er virkilega slæm. „Ef ég væri stjórnarmaður einhvers liðs myndi ég persónulega ekki leggja fram tilboð í leikmann hjá okkur á þessum tímapunkti heldur bíða aðeins því það er möguleiki á að fá hann ókeypis ef liðið fer á hausinn," segir Indriði. Norskir fjölmiðlar telja líklegt að hann verði fyrsti leikmaðurinn sem Lyn selji til að létta reksturinn en annað Íslendingalið, Brann, hefur áhuga á honum. „Við höfum það fínt í Ósló en ég viðurkenni að ég hef meiri metnað en að vera í botnbaráttunni. Það væri erfitt að stökkva af sökkvandi skipi og ég væri til í að vera út þetta tímabil og sjá hver staðan er eftir það. Ef eitthvað gerist sem hjálpar félaginu fjárhagslega og ég lít á sem spennandi kost þá væri ég vitleysingur ef ég myndi ekki skoða það," segir Indriði. „Brann er stór klúbbur á norskan mælikvarða og mjög góð umgjörð í kringum hann. Auðvitað er það spennandi kostur." Fyrir hjá Brann eru fimm Íslendingar en samningur Kristjáns Arnar Sigurðssonar er að renna út og telja norskir fjölmiðlar líklegt að félagið vilji fá Indriða í hans stað. Meðal þess sem Lyn hefur gert til að spara er að láta leikmenn sjálfa sjá um að þvo æfingafötin sín. „Við leikmenn tókum á okkur launalækkun og mér finnst það persónulega lítið mál að við sjáum um þvottinn líka. Konan er reyndar alveg brjáluð," sagði Indriði kíminn. „Félagið hefur þurft að greiða fyrir þvottinn þar sem það er ekki með neinar stórar þvottavélar eins og mörg félög. Við buðumst til að aðstoða með ákveðna kostnaðarliði og það er búið að skera niður ýmislegt, til dæmis hádegismat eftir æfingar og svona." Tveir aðrir Íslendingar eru á mála hjá Lyn, Theodór Elmar Bjarnason og markvörðurinn Arnar Darri Pétursson. „Við höfum verið að tapa mörgum leikjum með einu marki en maður er samt alltaf bjartsýnn. Mér finnst við vera of góðir til að falla en taflan lýgur samt ekki," segir Indriði.
Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Sjá meira