Sjá sjálfir um að þvo fötin Elvar Geir Magnússon skrifar 22. júlí 2009 08:00 Indriði Sigurðsson í landsleik gegn Hollandi. Nordic photos/Getty images „Klúbburinn er í mjög erfiðum málum og þarf að losa sig við leikmenn," segir varnarmaðurinn Indriði Sigurðsson sem er samningsbundinn Lyn í Noregi. Félagið stendur á brauðfótum en fjárhagsstaða þess er virkilega slæm. „Ef ég væri stjórnarmaður einhvers liðs myndi ég persónulega ekki leggja fram tilboð í leikmann hjá okkur á þessum tímapunkti heldur bíða aðeins því það er möguleiki á að fá hann ókeypis ef liðið fer á hausinn," segir Indriði. Norskir fjölmiðlar telja líklegt að hann verði fyrsti leikmaðurinn sem Lyn selji til að létta reksturinn en annað Íslendingalið, Brann, hefur áhuga á honum. „Við höfum það fínt í Ósló en ég viðurkenni að ég hef meiri metnað en að vera í botnbaráttunni. Það væri erfitt að stökkva af sökkvandi skipi og ég væri til í að vera út þetta tímabil og sjá hver staðan er eftir það. Ef eitthvað gerist sem hjálpar félaginu fjárhagslega og ég lít á sem spennandi kost þá væri ég vitleysingur ef ég myndi ekki skoða það," segir Indriði. „Brann er stór klúbbur á norskan mælikvarða og mjög góð umgjörð í kringum hann. Auðvitað er það spennandi kostur." Fyrir hjá Brann eru fimm Íslendingar en samningur Kristjáns Arnar Sigurðssonar er að renna út og telja norskir fjölmiðlar líklegt að félagið vilji fá Indriða í hans stað. Meðal þess sem Lyn hefur gert til að spara er að láta leikmenn sjálfa sjá um að þvo æfingafötin sín. „Við leikmenn tókum á okkur launalækkun og mér finnst það persónulega lítið mál að við sjáum um þvottinn líka. Konan er reyndar alveg brjáluð," sagði Indriði kíminn. „Félagið hefur þurft að greiða fyrir þvottinn þar sem það er ekki með neinar stórar þvottavélar eins og mörg félög. Við buðumst til að aðstoða með ákveðna kostnaðarliði og það er búið að skera niður ýmislegt, til dæmis hádegismat eftir æfingar og svona." Tveir aðrir Íslendingar eru á mála hjá Lyn, Theodór Elmar Bjarnason og markvörðurinn Arnar Darri Pétursson. „Við höfum verið að tapa mörgum leikjum með einu marki en maður er samt alltaf bjartsýnn. Mér finnst við vera of góðir til að falla en taflan lýgur samt ekki," segir Indriði. Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sjá meira
„Klúbburinn er í mjög erfiðum málum og þarf að losa sig við leikmenn," segir varnarmaðurinn Indriði Sigurðsson sem er samningsbundinn Lyn í Noregi. Félagið stendur á brauðfótum en fjárhagsstaða þess er virkilega slæm. „Ef ég væri stjórnarmaður einhvers liðs myndi ég persónulega ekki leggja fram tilboð í leikmann hjá okkur á þessum tímapunkti heldur bíða aðeins því það er möguleiki á að fá hann ókeypis ef liðið fer á hausinn," segir Indriði. Norskir fjölmiðlar telja líklegt að hann verði fyrsti leikmaðurinn sem Lyn selji til að létta reksturinn en annað Íslendingalið, Brann, hefur áhuga á honum. „Við höfum það fínt í Ósló en ég viðurkenni að ég hef meiri metnað en að vera í botnbaráttunni. Það væri erfitt að stökkva af sökkvandi skipi og ég væri til í að vera út þetta tímabil og sjá hver staðan er eftir það. Ef eitthvað gerist sem hjálpar félaginu fjárhagslega og ég lít á sem spennandi kost þá væri ég vitleysingur ef ég myndi ekki skoða það," segir Indriði. „Brann er stór klúbbur á norskan mælikvarða og mjög góð umgjörð í kringum hann. Auðvitað er það spennandi kostur." Fyrir hjá Brann eru fimm Íslendingar en samningur Kristjáns Arnar Sigurðssonar er að renna út og telja norskir fjölmiðlar líklegt að félagið vilji fá Indriða í hans stað. Meðal þess sem Lyn hefur gert til að spara er að láta leikmenn sjálfa sjá um að þvo æfingafötin sín. „Við leikmenn tókum á okkur launalækkun og mér finnst það persónulega lítið mál að við sjáum um þvottinn líka. Konan er reyndar alveg brjáluð," sagði Indriði kíminn. „Félagið hefur þurft að greiða fyrir þvottinn þar sem það er ekki með neinar stórar þvottavélar eins og mörg félög. Við buðumst til að aðstoða með ákveðna kostnaðarliði og það er búið að skera niður ýmislegt, til dæmis hádegismat eftir æfingar og svona." Tveir aðrir Íslendingar eru á mála hjá Lyn, Theodór Elmar Bjarnason og markvörðurinn Arnar Darri Pétursson. „Við höfum verið að tapa mörgum leikjum með einu marki en maður er samt alltaf bjartsýnn. Mér finnst við vera of góðir til að falla en taflan lýgur samt ekki," segir Indriði.
Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sjá meira