Enski boltinn

Kyle og Kyle keyptir til Tottenham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kyle Walker í leik með Sheffield United á móti Burnley á Wembley í vor.
Kyle Walker í leik með Sheffield United á móti Burnley á Wembley í vor. Mynd/AFP

Tottenham var að kaupa tvo unga varnarleikmenn frá Sheffield United og þeir heita báðir Kyle. Kyle Naughton er tvítugur og Kyle Walker er einu ári yngri.

Það var ekki gefið upp hvað þessir tveir unglingalandsliðsmenn muni kosta Spurs en Everton var langt komið með að kaupa Kyle Naughton í síðustu viku.

Kyle Naughton spilaði bæði sem hægri bakvörður og miðvörður hjá Sheffield United á síðasta tímabili en hann getur einnig spilað á miðjunni. Hann var einn af lykilmönnum liðsins á síðasta tímabili þar sem liðið var svo nálægt því að komast upp í ensku úrvalsdeildina.

Kyle Walker vann sér sæti í liði United undir lok tímabilsins og var byrjunarliðsmaður í öllum umspilsleikjunum undir lokin. Walker er fastamaður í 19 ára landsliði Englendinga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×