Enski boltinn

Eins og að verða fyrir lest

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Antonio Valencia
Antonio Valencia Nordic Photos/Getty Images

Ekvadorinn Antonio Valencia hjá Wigan er sterklega orðaður við Englandsmeistara Man. Utd þessa dagana. Hann sýndi United á dögunum einmitt hvað í hann er spunnið.

Varnarmenn United fengu að kynnast styrk hans í leiknum en hann skapaði oft usla með hraða sínum og krafti.

„Hann og félagar hans keyrðu á okkur eins og lest. Wigan hefði getað verið tveim mörkum yfir áður en við vöknuðum til lífsins," sagði John O´Shea, varnamaður Man Utd.

Það er ljóst að frammistaða Valencia í þessum leik spillti ekki fyrir möguleikum hans á að komast til United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×