Fótbolti

Benzema tryggði Frökkum sigur

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Karim Benzema skoraði eina mark Frakka.
Karim Benzema skoraði eina mark Frakka. Nordicphotos/GettyImages
Karim Benzema tryggði Frökkum 1-0 sigur á Tyrkjum í æfingaleik í Frakklandi í gær. Eftir að hafa verið baulaðir af velli í kjölfar tapsins á móti Nígeríu í vikunni réttu Frakkar úr kútnum.

Volkan Demirel í tyrkneska markinu hafði nóg að gera og sá til þess að tapið var ekki stærra en Frakkar stilltu upp sínu sterkasta liði. Florent Malouda og Nicolas Anelka komust næst því að skora útan Benzema.

Fjöldi landsleikja fer fram um allan heim í dag, flestir í undankeppni HM í Suður-Afríku 2010. Þeirra á meðal er að sjálfsögðu leikur Íslands og Hollands á Laugardalsvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×