Íslenski boltinn

Umfjöllun: Jafntefli í Árbænum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Ásgeir Börkur Ásgeirsson, leikmaður Fylkis.
Ásgeir Börkur Ásgeirsson, leikmaður Fylkis. Mynd/Stefán

Fylkir og KR töpuðu tveimur stigum þegar liðin skildu jöfn í Árbænum í kvöld.

Bæði lið vildu þrjú stig til að halda í við FH á toppi deildarinnar en verða að sætta sig við eitt stig úr hörkuleik sem verða að teljast sanngjörn úrslit.

Fylkismenn voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik en engu að síður komst KR yfir á 24. mínútu þegar Gunnar Örn Jónsson skoraði gott mark.

Fylkismenn sóttu án afláts í leit að jöfnunarmarki sem kom á síðustu mínútum hálfleiksins þegar Valur Fannar Gíslason skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að Ingimundur Níels Óskarsson féll í teignum eftir samstuð við Jordao Diogo. Strangur dómur en Fylkir átti að fá víti skömmu áður þegar Diogo handlék knöttinn inni í teig.

Fylkir komst yfir snemma í seinni hálfleik með marki Þóris Hannessonar en KR-ingar voru ekki sáttir við að það mark skildi standa. Þórir skallar boltann af stuttu færi eftir sendingu Ingimundar, Stefán Logi Magnússon ver en erfitt er að segja hvort boltinn hafi farið allur yfir línuna eða ekki en aðstoðardómarinn Leiknir Ágústsson var viss í sinni sök og því markið dæmt gott og gilt.

KR sótti verulega í sig veðrið eftir markið og jafnaði metin þegar 20 mínútur voru til leiksloka. Þar var Óskar Örn Hauksson á ferðinni en hann átti fína spretti eftir að hafa komið inná sem varamaður í síðari hálfleik.

Bæði lið fengu færi til að skora fleiri mörk en allt kom fyrir ekki og jafntefli staðreynd. Bæði lið eru því með 11 stig í þriðja og fjórða sæti en KR er með betri markatölu og er því ofar.

Fylkir-KR 2-2

0-1 Gunnar Örn Jónsson (24.)

1-1 Valur Fannar Gíslason (45.)

2-1 Þórir Hannesson (51.)

2-2 Óskar Örn Hauksson (72.)

Fylkisvöllur. Áhorfendur: Óuppgefið.

Dómari: Einar Örn Daníelsson (4)

Skot (á mark): 13-8 (8-5)

Varin skot: Fjalar 3 - Stefán Logi 5

Aukaspyrnur: 16-17

Horn: 5-6

Rangstöður: 4-1

Fylkir 4-3-3:

Fjalar Þorgeirsson 6

Andrés Már Jóhannesson 5

Kristján Valdimarsson 6

Einar Pétursson 6

Þórir Hannesson 6

Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6

Valur Fannar Gíslason 8 - Maður leiksins

Halldór Arnar Hilmisson 6

Ingimundur Níels Óskarsson 7

(71. Albert Brynjar Ingason -)

Pape Mamadou Faye 5

(80. Ólafur Ingi Stígsson -)

Kjartan Ágúst Breiðdal 4

(46. Kjartan Andri Baldvinsson 5)

KR 4-4-2:

Stefán Logi Magnússon 6

Skúli Jón Friðgeirsson 6

Grétar Sigfinnur Sigurðarson 4

Mark Rutgers 5

Jordao Diogo 3

(46. Gunnar Kristjánsson 6)

Gunnar Örn Jónsson 6

(57. Óskar Örn Hauksson 6)

Jónas Guðni Sævarsson 7

Baldur Sigurðsson 5

Bjarni Guðjónsson 6

Björgólfur Takefusa 3

Prince Rajcomar 4

(57. Guðmundur Benediktsson 6)


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×