Innlent

Sinubruni á Sævarhöfða

Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins var tvívegis kallað út í nótt vegna sinubruna. Í bæði skiptin var um að ræða svæði á Sævarhöfðanum við Naustabryggju í Grafarvoginum. Að sögn var um töluvert stórt svæði að ræða sem varð eldinum að bráð en hann var fljótslökktur þegar slökkvilið kom á vettvang. Í fyrra skiptið var tilkynnt um eldinn um klukkan hálfþrjú en hann blossaði síðan aftur upp um klukkan sex í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×