Enski boltinn

Ronaldo skorar lítið á útivelli

Tim Cahill hefur skorað sex skallamörk fyrir Everton
Tim Cahill hefur skorað sex skallamörk fyrir Everton NordicPhotos/GettyImages

Opta heldur vel utan um alla tölfræði sem við kemur ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þegar tölfræðin er skoðuð kemur í ljós að 155 mörk hafa verið skoruð með skalla í deildinni í vetur.

Everton er öflugasta liðið þegar kemur að mörkum skoruðum með skalla og hefur skorað 14 slík á leiktíðinni. Þar munar mest um skallamörkin sex sem Tim Cahill hefur skorað.

Hinn leggjalangi Peter Crouch hjá Portsmouth er hinsvegar sá maður sem skorað hefur flest skallamörk eða sjö talsins. Tim Cahill og Kevin Davies hjá Bolton koma næstir með sex skallamörk.

Skallamörk í úrvalsdeildinni (lið):

Everton (14)

Hull City, Stoke City (13)

Arsenal, Liverpool (11)

Aston Villa, Bolton, Chelsea, Portsmouth (10)

Blackburn, Newcastle (9)

Sunderland, Manchester United (7)

Tottenham Hotspur (5)

West Ham (4)

Manchester City, West Brom, Wigan (3)

Fulham (2)

Middlesbrough (1)

Skallamörk í úrvalsdeildinni (leikmenn):

Peter Crouch, Portsmouth (7)

Tim Cahill, Everton (6)

Kevin Davies, Bolton (6)

John Carew, Aston Villa (5)

Fernando Torres, Liverpool (5)

Emmanuel Adebayor, Arsenal (5)

Ricardo Fuller, Stoke City (4)

Frank Lampard, Chelsea (4)

Ronaldo líður best á Old Trafford
Cristiano Ronaldo rífur sig frekar úr að ofan á Old Trafford, enda skorar kappinn sjaldan á útivelli

Opta hefur líka tekið saman lista yfir þá leikmenn sem verið hafa duglegastir við að skora á útivöllum í vetur.

Þar eru þeir Nicolas Anelka hjá Chelsea og Darren Bent hjá Tottenham öflugastir með 9 mörk hvor skoruð á útivöllum. Anelka hefur skorað 60% af mörkum sínum á útivelli en Bent hefur skorað 75% marka sinna utan White Hart Lane.

Þá er forvitnilegt að skoða tölfræði Cristiano Ronaldo hjá Manchester United í þessu sambandi, en merkilegt nokk hefur hann aðeins skorað tvö af sautján mörkum sínum utan Old Trafford. Hann skoraði þessi tvö mörk í sama leiknum gegn West Brom í janúar.

Markahæstir á útivöllum í úrvalsdeildinni:

Nicolas Anelka, Chelsea (9)

Darren Bent, Tottenham (9)

Amr Zaki, Wigan (7)

Fernando Torres, Liverpool (7)

Matt Taylor, Bolton (7)

Tim Cahill, Everton (6)

Frank Lampard, Chelsea (6)

Emmanuel Adebayor, Arsenal (6)

Dirk Kuyt, Liverpool (6)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×