Enski boltinn

Reading missteig sig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Reading fagna marki.
Leikmenn Reading fagna marki. Nordic Photos / Getty Images
Hvorki Ívar Ingimarsson né Brynjar Björn Gunnarsson voru í leikmannahópi Reading vegna meiðsla er liðið gerði 2-2 jafntefli við Plymouth á útivelli í dag.

Þar með missti liðið Birmingham fjórum stigum frá sér en Reading er í þriðja sæti með 63 stig. Wolves er á toppnum með 70 stig.

Wolves vann 1-0 sigur á Sheffield Wednesday á útivelli og Birmingham einnig 1-0 sigur en á heimavelli gegn Southampton.

QPR gerði markalaust jafntefli við Sheffield United í dag en Heiðar Helguson var heldur ekki í leikmannahópnum í dag vegna meiðsla.

Það var því enginn Íslendingur á ferðinni í ensku B-deildinni í dag þar sem Aron Einar Gunnarsson og félagar í Coventry léku í ensku bikarkeppninni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×