Fótbolti

Edda alltaf að grínast og geifla sig utan vallar

Óskar Ófeigur Jónsson í Tampere skrifar
Edda bregður á leik fyrir Hjört Hjartarson, sjónvarpsmann RÚV.
Edda bregður á leik fyrir Hjört Hjartarson, sjónvarpsmann RÚV. Mynd/ÓskarÓ
Það er allt annað en auðvelt að ná alvarlegri mynd af landsliðskonunni Eddu Garðarsdóttur hér á EM í Finnlandi því Edda er alltaf tilbúin í að grínast og geifla sig. Það er búið að taka ófáar myndir af Eddu í ferðinni en það hefur ekki gerst oft að hún sé þá ekki búinn að setja upp einhvern skemmtilegan svip.

Þessi leikmaður sem er þekkt fyrir vinnusemi, kraft og keppnisskap inn á vellinum umbreytist í einskonar skemmtikraft þegar liðið kemur saman utan vallar þar sem hún er alltaf tilbúin að létta andann hjá félögum sínum í liðinu með allskyns látbrögðum.

Gott dæmi um þetta er þessi mynd sem fylgir fréttinni. Hún er af Eddu og Hirti Hjartarsyni, sjónvarpsmanni RÚV, rétt áður en hann tók við hana sjónvarpsviðtal. Það þurfti nefnilega að láta Eddu ná öllum grettum og geiflum úr sér svo hún héldi nú út viðtalið alveg eðlileg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×