Enski boltinn

Eduardo og Silvestre missa af leiknum við Portsmouth

Eduardo getur ekki spilað um helgina
Eduardo getur ekki spilað um helgina Nordic Photos/Getty Images

Meiðslavandræði Arsenal virðast engan endi ætla að taka og nú er ljóst að varnarmaðurinn Mikael Silvestre og framherjinn Eduardo geta ekki spilað gegn Portsmouth um helgina.

Báðir leikmenn eiga við nárameiðsli að stríða og eru því líka tæpir fyrir síðari leikinn gegn Manchester United í Meistaradeildinni næsta þriðjudag.

Robin van Persie er tæpur fyrir leikinn um helgina og þá hefur Gael Clichy enn ekki náð sér. Van Persie er tæpur fyrir Meistaradeildarleikinn í næstu viku að sögn Arsene Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×