Enski boltinn

Enska 1. deildin: Tap hjá Coventry

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron Einar og félagar urðu að játa sig sigraða í kvöld.
Aron Einar og félagar urðu að játa sig sigraða í kvöld. Nordic Photos/Getty Images

Fjöldi leikja fór fram í ensku í 1. deildinni í kvöld en enginn Íslendinganna lék þó með sínum liðum.

Coventry tapaði fyrir Bristol, 2-0, á útivelli en Aron Einar Gunnarsson var ekki í leikmannahópi liðsins. Coventry siglir lygnan sjö í 14. sæti deildarinnar.

Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru báðir fjarri vegna meiðsla þegar Reading gerði 2-2 jafntefli gegn Charlton. Reading sem fyrr í þriðja sæti ensku 1. deildarinnar.

Heiðar Helguson var einnig fjarri góðu gamni þegar QPR tapaði fyrir Doncaster, 2-0. QPR silgir einnig lygnan sjó í ellefta sætinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×