Enski boltinn

Benitez getur fagnað hundraðasta sigrinum í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Styttan af Bill Shankly fyrir utan Anfield í Liverpool.
Styttan af Bill Shankly fyrir utan Anfield í Liverpool. Mynd/GettyImages

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, á möguleika á að stjórna Liverpool til sigurs í hundraðasta sinn í ensku úrvalsdeildinni vinni liði Manchester United í stórleiknum á Old Trafford í dag.

Liverpool hefur unnið 99 af 180 deildarleikjum sínum undir stjórn Spánverjans. Leikurinn hefst eftir hálftíma og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Rafael Benitez getur komist upp fyrir Bill Shankly í þriðja sæti yfir þá stjóra Liverpool sem hafa verið fljótastir að stjórna liðinu til sigurs í hundrað deildarleikjum.

Shankly náði hundraðasta sigrinum í sínum í 184. leik en á undan þeim báðum eru Kenny Dalglish (167 leikir) og Bob Paisley (179 leikir).

Ætli Benitez að ná hundraðasta sigrinum í dag þarf hann að gera það sem honum hefur ekki tekist á fimm tímabilum með Liverpool en það er að vinna á Old Trafford.

Benitez kæmist einnig upp í þriðja sætið vinni Liverpool annaðhvort leikina á móti Aston Villa og Fulham en þeir eru næstir á dagskrá liðsins eftir að liðið yfirgefur Old Traffiord í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×