Enski boltinn

Tore Andre Flo skúrkurinn hjá MK Dons í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tore Andre Flo í leik með Chelsea á sínum tíma.
Tore Andre Flo í leik með Chelsea á sínum tíma. Mynd/GettyImages

Norðmaðurinn Tore Andre Flo klikkaði á sínu víti í vítakeppni í undanúrslitaleik MK Dons og Scunthorpe í ensku C-deildinni í kvöld. Scunthorpe komst þar með í úrslitaleikinn á móti Millwall en liðin spila á Wembley um laust sæti í ensku b-deildinni.

MK Dons og Scunthorpe gerðu jafntefli í báðum leikjum sínum, fyrst 1-1 á heimavelli Scunthorpe og svo markalaust jafntefli á heimavelli MK Dons í kvöld.

Scunthorpe vann vítakeppnina 7-6 en Jude Stirling átti möguleika á því að tryggja MK Dons sigurinn fyrr í vítakeppninni en lét þá verja frá sér víti.

Tore Andre Flo skoraði 34 mörk í 112 leikjum með Chelsea á árunum 1997 til 200 en hann hefur einnig leikið með Rangers og Leeds United svo einhver félaga hans séu nefnd til sögunnar. Flo er á sínu fyrsta tímabili með Milton Keynes Dons en hann er orðinn 35 ára gamall.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×