Enski boltinn

Leikmenn Newcastle óþreyjufullir

Elvar Geir Magnússon skrifar
Alan Shearer.
Alan Shearer.

Enskir fjölmiðlar greina frá því að nokkrir leikmenn Newcastle séu orðnir mjög pirraðir á óvissunni sem ríkir hjá félaginu. Enn er ekki orðið ljóst hver mun stýra liðinu í 1. deildinni á komandi tímabili.

Alan Shearer hefur víst mikinn stuðning leikmannahópsins en einhverjir leikmenn hafa tilkynnt að þeir muni fara fram á sölu ef málin skýrast ekki fljótlega.

Eigandinn Mike Ashley fundaði með Shearer fljótlega eftir síðasta tímabil og var samkomulag í sjónmáli. Þá ákvað Ashley að setja félagið aftur á sölulista og nú sex vikum seinna hefur ekki fundist kaupandi.

Æfingar og undirbúningur fyrir komandi tímabil eru hafnar hjá Newcastle þrátt fyrir alla óvissuna. Í gær bárust fréttir af því að tveir hópar fjárfesta væru reiðubúnir að borga uppsett verð fyrir félagið svo vonandi styttist í að framtíð Newcastle fari úr óvissuskugganum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×